top of page

Vörur

download.jpg

Grotrian-Steinweg píanóverksmiðjan var stofnuð árið 1835 af Friedrich Grotrian. Þar eru framleidd píanó og flyglar í hæsta gæðaflokki og þarf hvert einasta hljóðfæri að gangast undir strangar prófanir áður en það yfirgefur verksmiðjuna. Grotrian-Steinweg píanó og flygla er að finna í tónleikahöllum um allan heim.

Smellið hér!

G. Kisselbach er þýsk orgelverksmiðja sem smíðar orgel fyrir kirkjur, kapellur, safnarðarheimili og heimili.  Orgelin sem Kisselbach smiðar bera nafnið Gloria, en auk þess útvegar þessi verksmiðja orgel af tegundinni Johannus, Content, Roger, Roland og Viscount.  Gloria orgelin eru ákaflega vönduð og hljómfalleg.

Smellið hér!

Sauter píanó og flyglar eru þekkt fyrir mildan, fallegan tón.  Sauter verksmiðjan er að stofni til frá 1819 og er í fremstu röð hvað varðar hljómgæði og búnað.  Sauter framleiðir allt frá litlum píanóum upp í stóra konsertflygla auk þess sem sumar gerðir Sauter píanóa er hægt að fá með búnaði sem gefur þeim sams konar áslátt og góðir flyglar hafa.

Smellið hér!

J.C. Neupert  er í fremstu röð þeirra sem smíða sembala og skyld hljóðfæri eins og klavikord og spinett.  Þetta eru frábærlega vel vönduð hljóðfæri og auðséð og auðheyrt að lífið og sál eru lögð í smíðina, enda eru það hljóðfæri í þessum gæðaflokki sem við viljum bjóða viðskiptavinum okkar.

Smellið hér!

Steingraeber & Söhne píanóverksmiðjan er í sérflokki. Hljóðfærin eru algerlega handsmíðuð, smíðuð úr gegnheilum viði og eru líklega einu hljóðfæri þessarar gerðar sem þannig eru smíðuð. Þau fást með búnaði sem gerir hreyfi-hömluðum kleift að leika á þau svo fremi þeir hafi mátt í höndum.  Hægt er að fá ákveðna gerð af þessum píanóum með áslætti samskonar og flyglar hafa.  Steingraeber & Söhne er minnsta píanóverksmiðja heims, en leitun er að jafn öflugum hljóðfærum.

Smellið hér!

testore_front_1000.jpg
Sello.jpg

Emanuel Wilfer býður upp á hágæða selló og kontrabassa.

Smellið hér!

bottom of page