top of page

Um okkur

Fyrirtækið Ísólfur Pálmarsson hljóðfæraumboð var stofnað árið 1984,

en var að nokkrum árum liðnum gert að sameignarfélagi fjölskyldunnar.


Ísólfur stundaði nám í allmörg ár hjá Pálmari Ísólfssyni hljóðfærasmið og lauk síðan námi með ársdvöl hjá Grotrian-Steinweg píanóverksmiðjunni í Braunschweig og hefur starfað við fagið síðan.


Eigendur fyrirtækisins eru Ísólfur Pálmarsson, Hrönn Hafliðadóttir söngkona, Árni Sigurbjörnsson og Andrea J. Ísólfsdóttir framkvæmdastjóri.


Ísólfur er meðlimur í Europiano, sambandi evrópskra píanósmiða og píanóframleiðenda. Til þess hefur hann stuðning tveggja píanóverksmiðja, Grotrian-Steinweg og Steingraeber & Söhne. Inntökuskilyrði í Europiano eru afar ströng.

bottom of page